Ársreikningar og skattframtöl

Við vinnum ársreikning upp úr bókhaldi fyrirtækisins og skattframtalið í framhaldi af því. Tökum einnig að okkur persónuframtöl. Framtöl eru send rafrænt til skattstofa. Ef fyrirtæki þarfnast endurskoðunar þá vinnum við bókhaldið upp í hendurnar á endurskoðandanum og takmörkum þannig vinnu

Laun og skilagreinar

Úthýsing á launavinnslu og launagreiðslum er sífellt að aukast. Við getum séð um allt sem viðkemur launamálum, s.s. útreikningi launa, útsendingu launaseðla, greiðslu launa og orlofs og útsendingu launamiða/verktakamiða í lok hvers launaárs. Einnig getum við haldið utan um orlofstöku

Virðisaukaskattur

Skilagreinum virðisaukaskatts er skilað rafrænt beint úr bókhaldskerfinu. Það kemur í veg fyrir villur í skilum og minnkar afstemmingavinnu. Krafa stofnast í netbanka félagsins um leið og skil hafa átt sér stað.

Ársreikningar og skattframtöl

Við vinnum ársreikning upp úr bókhaldi fyrirtækisins og skattframtalið í framhaldi af því. Tökum einnig að okkur persónuframtöl. Framtöl eru send rafrænt til skattstofa.

Kyntu þér málið

„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi,“

Gerða Bjarnadóttir er bókari Geðhjálpar. Gerða sér um að allir fái greidd laun á réttum tíma, launatengd gjöld séu greidd og allir reikningar bókaðir eins og lög gera ráð fyrir. Gerða sendir umsvifalaust kröfur í heimabanka þegar á þarf að halda, gefur góð ráð og leiðbeiningar um hvaðeina á nóttu sem degi. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi,“ segir í Njálu. Gerða er bróðir/systir Geðhjálpar í bókhaldslegu tilliti.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

Gerða hefur verið sérstaklega hjálpleg og sinnt okkar málum á persónulegan og jafnframt faglegan hátt

Gerða sér um bókhald og launaútreikninga fyrir Samband íslenskra framhaldsskólanema. Samstarf okkar gengur mjög vel og Gerða hefur verið sérstaklega hjálpleg og sinnt okkar málum á persónulegan og jafnframt faglegan hátt. Auk þess er auðvelt að eiga góð samskipti við Gerðu.

Sunna Ingólfsdóttir Framkvæmdastýra Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema

Veitir persónulega og góða þjónustu

Eftir að hafa fengið Gerðu til að sjá um ráðgjöf, bókhald og reikningsútgáfu okkar. Hafa áhyggjur af skattaskilum og annari ringulreið í kringum rekstur horfið. Það gerir mér auðveldara með að halda fókus á verkefnum án þess að hafa áhyggjur af skattaskilum og rekstrartengdum hlutum. Hún er ótrúlega fljót að svara öllum fyrirspurnum og veitir persónulega og góða þjónustu. Mæli tvímælalaust með viðskiptum við GB bókhald. ,

Sindri Snær Einarsson Eigandi. Frumkvæði, lausnir sf.

Sérþekking á sviði félagasamtaka

Gerða er í senn fagleg, vönduð, dugleg og afkastasöm. Hún hefur reynst Félagi einstæðra foreldra mjög vel enda hefur hún sérþekkingu á sviði félagasamtaka og okkar þörfum sem slík. Við mælum eindregið með Gerðu um leið og við erum rosalega þakklát fyrir hennar starf í okkar þágu

Kristín Félagi einstæðra foreldra